Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sumarliði Guðmundsson

(21. dec. 1842–27. jan. 1919)

Póstur.

Foreldrar: Guðmundur vinnumaður Jónsson í Ljáskógaseli og Helga vinnukona Bjarnadóttir á Hróðnýjarstöðum. Bjó um tíma í Sælingsdalstungu, varð 1873 póstur í milli Stykkishólms og Ísafjarðar, var síðan norðanpóstur 1882–1902.

Nafnkunnur maður í því starfi.

Bjó þá á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð, en síðast á Kjarna í Eyjafirði.

Kona (1860): Guðrún Sigurðardóttir á Jörfa, Jónssonar,

Börn þeirra: Sigurjón póstur, Kristrún, Sigurgeir, Sigurður.

Kona 2: Kristín Jónsdóttir.

Dóttir þeirra: Guðrún átti Leó Maronsson (Óðinn V; BrT:; ol)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.