Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sumarliði Einarsson

(1577–28. apr. 1658)

Prestur, Faðir: Einar bóndi í Víðidalstungu(?) (gæti verið Einar á Lækjamóti).

Vígðist 1603 að Hofi á Skagaströnd, fekk þar prestatillag öll árin 1603–14, fekk Blöndudalshóla 1628, í skiptum við síra Arngrím Gizurarson (fekk þá Prestatillag þar það ár) og hélt til æviloka, en andaðist á Bergsstöðum. Vann eið (og 2 skilríkir Menn með honum) fyrir orðróm af Helgu Vilhjálmsdóttur, samkvæmt dómi 31. maí 1630.

Kona 1: Valdís Guðmundsdóttir bónda í Finnstungu, Gíslasonar. Synir þeirra 2 drukknuðu í Blöndu.

Kona 2: Karítas Þorvarðsdóttir í Þykkvaskógi, Brandssonar. Dætur þeirra: Vigdís þriðja kona síra Jóns Þorgeirssonar á Hjaltabakka, Gróa átti Jón Hallgrímsson prests að Hofi, Ólafssonar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.