Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stígur Björnsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Launsonur síra Björns Gíslasonar í Saurbæ í Eyjafirði og Engilráðar nokkurrar. Er prestur orðinn 1572, mun hafa verið prestur í MiklaBarði 1577–81 (er þar a. m. k. 1581), fekk Saurbæ í Eyjafirði 1582, en að beiðni Guðbrands byskups hafði hann skipti við föður sinn og fekk Miklabæ.

Hann kemur enn við skjöl 1608 og er þá prestur.

Kona: Ingibjörg (föðurnafn óvíst).

Börn þeirra (líkl.): Gísli, Jón, Guðrún átti Jón Grímsson að Brenniborg (Bréfab. Guðbr. Þorl.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.