Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Styrmir Kárason, fróði

(– – 20. febr. 1245)

Prestur, lögsögumaður, príor. Faðir (líkl.): Kári ábóti Runólfsson á Þingeyrum. Hefir líkl. verið heimilisprestur í Reykholti. Lögsögumaður 1210–14 og 1232–5.

Hefir verið forstöðumaður (príor) í Viðey 1235–45. Ritstörf: Landnámabók (ein gerð hennar, sem tekin hefir verið upp í aðrar), Ólafs saga helga o. fl.

Kona (?): Jórunn Einarsdóttir ábóta, Mássonar.

Sonur þeirra(?): Valgarður, faðir Jórunnar (SD.) fyrri konu Erlends lögmanns sterka Ólafssonar (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; Safn TI; SD. Lögm.; HÞ. í Skírni 1912; JJóh. Gerðir Landn., Rv. 1941).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.