Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Styr (Víga-Styr) Þorgrímsson, skáld

(10. og 11. öld)

Bóndi að Berserkjahrauni.

Foreldrar: Þorgrímur goði Kjarlaksson (gamla, Bjarnarsonar austræna) og kona hans Þórhildur Þorkelsdóttir meinakurs (ekki Þórðardóttir gellis, en skyld honum). Kappi mikill, heldur ójafnaðarsamur og vígamaður. Af honum er sérstök saga, við hann kennd.

Kona: Þorbjörg Þorsteinsdóttir hreggnasa, Auðunarsonar stota.

Börn þeirra: Þorsteinn, Hallur, Ásdís fyrsta kona Snorra goða Þorgrímssonar (sjá og Eyrb., þar er eitt erindi eftir hann; Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.