Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sturla Þórðarson

(29. júlí 1214–30. júlí 1284)

Sagnaritari, skáld. Lögsögumaður 1251, lögmaður um land allt 1272–6, norðan og vestan 1277–82,. Bjó lengstum að Staðarhóli. Launsonur Þórðar á Stað Hvamms-Sturlusonar(með Þóru nokkurri).

Kona: Helga Þórðardóttir, Narfasonar (Skarðverjaætt).

Börn þeirra: Snorri að Staðarhóli, Þórður hirðprestur, Ingibjörg átti fyrr Hall (er inni brann í Flugumýrarbrennu) Gizurarson jarls (Þorvaldssonar), síðar Þórð Þorvarðsson í Saurbæ í Eyjafirði, Þórðarsonar (Blanda VITI), Guðný átti Kálf á Víðimýri Brandsson á Reynistað, Kolbeinssonar kaldaljóss. Kom við flestar deilur um daga sína, en var jafnan hófsamur. Gerðist lendur maður Gizurar jarls 1259. Fór 1263 á fund Magnúsar konungs (lagabætis) Hákonarsonar og átti þar í fyrsu litlu vinfengi að fagna, fyrir sakir framkomu sinnar fyrr og frænda sinna við Hákon konung gamla, en að meðalgöngu drottningar tókst vinátta með þeim. Árið 1271 kom hann (og Þorvarður Þórarinsson) með lögbók þá (Járnsíðu), er konungur hafði skipað hérlendis og stóð til 1281, er Jónsbók kom. Af öðrum ritstörfum hans er einkum að geta Landnámabókar, Kristnisögu, Íslendingasögu eða meginhluta í Sturl., Hákonarsögu gamla, Magnúss. lagabætis, Grettissögu, kvæða margra og kvæðabálka: Þverárvísur (brot), Þorgilsdrápa skarða, Hrynhenda, Hákonarkviða, Hrafnsmál, Hákonarflokkur (öll 4 um Hákon gamla), brot úr drápu um Magnús lagabæti, lausavísur 4 (Sturl.; Hákonars.; Isl. Ann.; Bps. bmf. I; Dipl. Isl.; Safn I–II; SD. Lögsm.; FJ. Litt.; Skjaldedigtn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.