Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sturla Þórðarson

(15. og 16. öld)

Sýslumaður að Staðarfelli.

Foreldrar: Þórður lögréttumaður Helgason sst. (Guttormssonar sst.) og kona hans Guðfinna Jónsdóttir sýslumanns að Ögri, Ásgeirssonar. Hafði sýsluvöld í Dalasýslu, lét af þeim 1494, en mun hafa tekið þá sýslu aftur.

Hélt og síðar Strandasýslu.

Kona (1499): Guðlaug Finnbogadóttir lögmanns, Jónssonar,

Börn þeirra: Ormur lögmaður, Steinunn átti Sigurð Oddsson í Búðardal, Ljótunn átti fyrr Guðmund Sæmundsson á Gnýsstöðum, síðar Jón í Bæ Jónsson, Þórunn fyrsta kona Erlends lögmanns Þorvarðssonar (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.