Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sturla Sighvatsson

(1199–21. ág. 1238)

Goðorðsmaður að Sauðafelli.

Foreldrar: Sighvatur Sturluson og kona hans Halldóra Tumadóttir. Bróðir m. a. Þórður kakali.

Kona: Solveig (d. 17. apr. 1254) Sæmundsdóttir í Odda, Jónssonar.

Börn þeirra: Jón, Þuríður átti Hrafn Oddsson, Guðný átti Vigfús Gunnsteinsson, Ingunn átti Sæmund Ormsson að Kálfafelli (og var sonur þeirra Sturla í Görðum á Álptanesi). Laundóttir Sturlu (með Vigdísi Gilsdóttur að Reykjum í Miðfirði, Bergssonar, og átti hún síðar Ófeig Eiríksson á Úlfsstöðum í Blönduhlíð): Þuríður átti Eyjólf ofsa Þorsteinsson. Sturla var glæsimenni og fullhugi, og því vel til forustu fallinn, en nokkuð skjótráður. Kom hann við mörg stórræði, svo sem Grímseyjarför o.fl, deildi allmjög oftast við föðurbræður sína, Þórð og Snorra, og við þá Vatnsfjarðarbræður, sonu Þorvalds Snorrasonar, og lét taka af lífi þá, er komust á vald hans.

Var í utanför 1233–5 og komst allt til Róms. Þá varð hann erindreki Hákonar konungs gamla á Íslandi og varð miklu ráðandi um hríð, unz hann féll með föður sínum í Örlygsstaðabardaga.

Eftir hann er í lausavísa (Sturl.; Bps. bmf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.