Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sturla Jónsson

(28. nóv.(27. nóv., að sögn foreldra)

1861– 30. mars 1947). Kaupmaður.

Foreldrar: Jón dómstjóri Pétursson og seinni kona hans Sigþrúður Friðriksdóttir prests í Akureyjum á Gilsfirði, Eggerz.

Gerðist kaupmaður í Rv. vorið 1883 og rak þar verzlun yfir 40 ár, lengst af í félagi við Friðrik guðfr. bróður sinn. Rak og búskap lengst af í Rv. og nágrenni, í stærstum stíl í Brautarholti á Kjalarnesi 1900–08.

Rak þilskipaútgerð um skeið og átti þátt í stofnun eins hins fyrsta síldarútgerðarfélags hér á landi. Átti og þátt í stofnun ýmissa annarra félaga og fyrirtækja, svo sem Samábyrgðarfélags þilskipa við Faxaflóa, Íshúsfélags Faxaflóa og Skógræktarfélags Rv. Lét bora eftir gulli í Vatnsmýrinni í Rv. og stofnaði hlutafélagið Málmur.

Ókv. og bl. (Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.