Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sturla (Hvamms-Sturla) Þórðarson

(1115–23. júlí 1183)

Goðorðsmaður í Hvammi í Hvammssveit.

Foreldrar: Þórður Gilsson (Snorrasonar, Jörundssonar) og kona hans Vigdís Svertingsdóttir, Grímssonar.

Sturlu fylgdi fyrst Ólöf Þorgeirsdóttir (Kaggasonar), á öðrum stað nefnd Vilhjálmsdóttir, ekkja Erlends í Svínaskógi.

Börn þeirra: Helga, Valgerður, Sveinn (d. um 1203), Þuríður átti Ingjald á Skarfsstöðum Gufu-Hallsson, síðar Þorleif skeifu (og var sonur þeirra Dufgus, sjá þar), Sigríður.

Kona (Sturlu) 1: Ingibjörg Þorgeirsdóttir í Krossanesi, Hallasonar, ekkja Helga Eiríkssonar, Dætur þeirra: Steinunn átti Jón Brandsson (Bergþórssonar), Þórdís átti Bárð Snorrason, Bárðarsonar hins svarta.

Kona 2: Guðný Böðvarsdóttir í Görðum, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Þórður á Stað, Sighvatur á Grund, Snorri lögsögumaður og skáld, Helga átti Sölmund Austmann, Vigdís átti Gelli Þorsteinsson í Flatey, Gyðusonar.

Launsonur Sturlu (með Guðfinnu Sveinsdóttur): Björn. Af Sturlu eru Sturlungar. Hann var harðfengur maður, ágengur og nokkuð slægvitur. Var nokkuð Við deilur riðinn, einkum kvað Mjög að sennu með þeim Einari Þorgilssyni að Staðarhóli, Oddasonar. Af Sturlu er sérstök saga (sjá Sturl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.