Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinþór Sigurðsson

(11. jan. 1904 – 2. nóv. 1947)

. Kennari.

Foreldrar: Sigurður (d. 17. júní 1936, 64 ára) Jónsson barnaskólastjóri í Rv. og fyrri kona hans Anna (d. 16. dec. 1917, 49 ára) Magnúsdóttir dbrm. á Dysjum á Álftanesi, Brynjólfssonar. Stúdent í Rv. 1923 með 1. eink, (6,62). Lauk prófi í stærðfræði m.m., með stjörnufræði að sérgrein, við háskólann í Kh. 19. nóv. 1929 með einkunn: Bestaaet. Gerðist sama ár kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri, sem um þær mundir var breytt í menntaskóla; skipaður fastakennari þar 14. apr. 1931. Settur kennari við menntaskólann í Rv. frá 1. okt. 1935; skipaður 1938.

Forstöðumaður „ Viðskiptaháskóla Íslands frá stofnun, 1938, unz hann var lagður niður 1941; kennari í verkfræðideild háskólans og stundakennari við menntaskólann, Fórst í Hekluhrauni, við vísindastörf þar. 32 Kona (10. sept. 1938): Auður (f. 1. apr. 1913) Jónasdóttir alþm. frá Hriflu, Jónssonar; hún átti áður Ragnar lögfræðing Ólafsson. Börn Steinþórs og hennar: Sigurður, Gerður (B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.