Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinþór Jónsson

(14. og 15. öld)

Bóndi.

Foreldrar: Jón (hefir verið af stórættum) og kona hans Guðrún Sigmundsdóttir, Marteinssonar í Mávahlíð, Þorleifssonar. Var sveinn Lopts ríka. Varð staðarhaldari í Miklabæ 21. júlí 1429. Virðist bráðlega hafa látið af prestskap, ef hann hefir prestur verið og býr í Djúpa Dal 1431–45 og að Þverá 1448–677. Hann var skáldmæltur (Kvæðasafn bmf.).

Börn hans með fyrri konum: Arnór, Ásgrímur prestur í Miklabæ, Bergur, Halldór, Ingimundur, Jón, Sigmundur prestur í Miklabæ, Þormóður, Bríet, Gyríður átti Sölva Arngrímsson prests, Snorrasonar (SD.). Síðasta kona hans var: Ingunn Ólafsdóttir (Sigurðssonar lögm. yngra, Björnssonar), er skilið hafði við Árna Steingrímsson á Hjaltastöðum í Skagafirði; þau bl., nema vera megi, að Finnur sé son þeirra (Dipl. Isl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.