Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinólfur Hrólfsson, lági

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður í Fagradal innra í Saurbæ.

Foreldrar: Hrólfur hersir á Ögðum og Öndótt, systir (réttara: dóttir) Ölvis barnakarls. Hann kemur mjög við Gull-Þóriss.

Kona: Eirný Þiðrandadóttir.

Börn þeirra: Þorsteinn búandi, Arndís auðga, er land nam síðar í Hrútafirði og bjó í Bæ, Þuríður átti Sleitu-Björn Hróarsson, Helga átti Ólaf nokkurn (sonur þeirra var Hyrningur, sem átti Arndísi Geirmundardóttur heljarskinns, telur Sturl. ranglega) (Landn.; Sturl.; SD.). 23 Steinröður Melpatrixson af Írlandi (9. og 10. öld). Leysingi Þorgríms bílds. Landnámsmaður á Steinröðarstöðum.

Kona hans (ónefnd) dóttir Þorgríms bílds Úlfssonar.

Sonur hans: Þormóður, forfaðir Halldóru, konu Jóns Loptssonar í Odda (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.