Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinunn gamla

(9.og 10.öld)

Landnámsmaður. Keypti af Ingólfi frænda sínum Arnarsyni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun fyrir heklu flekkótta. Ætt ekki rakin. Maður hennar: Herlaugur, bróðir Skalla-Gríms. Synir þeirra: Njáll, Arnór (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.