Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinunn Finnsdóttir, skáld

(um 1641–?)

Foreldrar: Finnur spítalahaldari Jónsson að Klausturhólum og kona hans Elísabet Jónsdóttir prests gamla að Staðarhrauni, Jónssonar. M.: Þorbjörn Eiríksson í Birtingaholti. Dóttir þeirra: Guðrún átti Björn Þorsteinsson í Höfn í Melasveit (og var sonur þeirra síra Snorri skáld að Húsafelli).

Hún var síðast í Höfn og er oftast við þann bæ kennd. Kvæðabók er eftir hana í AM. (uppskr. í Lbs.), þar í Hyndlurímur og rímur af Snækóngi. Pr. er eftir hana kvæði í Ísl. gátum, skemmt. o.s.frv. III (Saga Íslendinga V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.