Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinn Ólafsson

(16. og 17. öld)

Foreldrar: Ólafur Steinsson að Hóli í Kinn og kona hans Guðrún Árnadóttir. Efir vitnisburði sjálfs hans 10. sept. 1591, hefir hann verið 13 ár heimilisprestur á Grund í Eyjafirði, hjá Ísleifi Sigurðssyni. Fekk Barð 1562, en síðar er hann talinn hafa haldið Knappsstaði. Hann er aftur kominn að Grund 1583 (embættislaus) og hefir dvalizt þar síðan hjá Þórunni og eftir það frændum hennar; er á lífi 18. júlí 1601.

Kona (3. okt. 1553): Arnbjörg Brandsdóttir, er verið hafði fylgikona hans, og fór hjónaband þeirra fram að boði Ólafs byskups (Dipl. Isl.; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.