Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinn Torfason (Steinsen)

(4, apr. 1838–27. júlí 1883)

Prestur.

Foreldrar: Torfi söðlasmiður Steinsson í Rv. og kona hans Margrét Höskuldsdóttir á Bútsstöðum, Péturssonar. Lærði undir skóla hjá Jakobi Guðmundssyni (síðast presti að Sauðafelli). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1850, stúdent 1859, með 2. einkunn (74 st.), próf úr prestaskóla 1861, með 1. eink. (43 st.). Var næsta vetur kennari að Hofi í Vopnafirði og vígðist 31. ág. 1862 aðstoðarprestur síra Halldórs Jónssonar að Hofi, fekk Hjaltabakka 27. nóv. 1862, Hvamm í Hvammssveit 23. mars 1870, Árnes 16. júní 1881 og hélt til æviloka. Vel látinn maður.

Kona (3. júní 1863): Vilhelmína Katrín (f. 3. mars 1840, d. 13. okt. 1917) Móritzdóttir kaupm. Bjerings.

Börn þeirra: Jena María Margrét átti síra Emil Guðmundsson að Kvíabekk, Margrét átti Gísla smið Jónsson (prests í Hjarðarholti, Guttormssonar), Móritz trésmiður í Syðra Firði, Torfi, Henrika Andrea, Valgerður Kristín ráðskona á Vífilsstöðum, Halldór héraðslæknir í Ólafsvík, Anna Lovísa, Karl Óli búfræðingur og Vverzlm., fór til Vesturheims (Vitæ ord. 1862; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.