Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinn Sigurðsson

(24. apr. 1872–18. ág. 1940)

Kennari, skáld.

Foreldrar: Sigurður Einarsson að Fagurhóli í Landeyjum og kona hans Helga Einarsdóttir að Lambafelli undir Eyjafjöllum, Árnasonar. Gagnfr. úr Flensborgarskóla 1893 og tók síðan kennarapróf þar. Kennari 1893–1918, skólastjóri í Vestmannaeyjum 1904–14. Skrifstofumaður í Hafnarfirði frá 1917. Vann mjög að kristil. fél. ungmenna. Rit: Almannarómur, Rv. 1921; Stormar, Rv. 1923; Skyggnu augun, Rv. 1925; Landið mitt, Rv. 1930; 20 ára minningarrit trésm. Dvergs, Rv. 1932.

Kona (1898): Agatha Þórðardóttir á Heggsstöðum í Andakíl, Magnússonar.

Sonur þeirra: Óskar Lárus kennari í Hís (BI7.;#0.f1;).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.