Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steinmóður Þorsteinsson, ríki

(– – 1403)

Prestur. Faðir: Þorsteinn Steinmóðsson (átti Einarsstaði í Reykjadal). Steinmóði presti fylgdi Ingileif Eiríksdóttir ríka á Möðruvöllum, Magnússonar; þau bl. Fekk Helgastaði 1382, Mælifell eftir 1390, var jafnframt ráðsmaður að Hólum 1391–2 (eða lengur), officialis 1399–1402, hefir haldið Grenjaðarstaði 1391 til æviloka, hefir setið þar síðustu árin (Dipl. Ísl.; Ísl. Ann.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.