Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur Þjóðólfsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Hann er orðinn prestur 1571, hefir verið fyrst að Reynistaðarklaustri til 1585, þá að Þingeyraklaustri til 1613, líkl. í Grímstungum 1613–18, en eftir það að Vesturhópshólum, en þjónaði Undirfelli (með klaustrinu) 1611–12, er á lífi 22. maí 1624, en virðist hafa látizt veturinn eftir.

Kona 1: Ragnhildur Þórarinsdóttir; virðast þau hafa verið skilin með dómi, vegna hórdómsbrots hennar,

Kona 2: Þórunn Jónsdóttir; hafði hann hjúskaparskilmála við hana, en efndi ekki, og bauð Guðbrandur byskup 9. sept. 1600, að þau skyldu gefin saman.

Kona 3 virðist hafa verið: Þorbjörg Jónsdóttir, og hafði hún áður tvisvar verið gift; virðast þau skilin með dómi 4. maí 1614.

Dóttursonur síra Steingríms er nefndur Bjarni Guðmundsson (Bréfab. Guðbr. Þorl.; HÞ. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.