Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur Thorsteinson

(19. maí 1831–21. ág. 1913)

Rektor, skáld.

Foreldrar: Bjarni amtmaður Þorsteinsson á Arnarstapa og kona hans Þórunn Hannesdóttir byskups, Finnssonar, Tekinn í Reykjavíkurskóla 1846, stúdent 1851, með 2. einkunn (82 st.). Stundaði síðan nám í háskólanum í Kh., fyrst í lögfræði, síðar málfræði og sögu, og þar lauk hann prófi 1863, með 2. einkunn (34 st.).

Kenndi síðan í skólum í Kh. og var styrkþegi Árnasafns. Kom til Rv. 1872, settur adjunkt í latínuskólanum, skipaður 1874, yfirkennari þar 1895, rektor 1904 til æviloka. Í ritnefnd Nýrra félagsrita 1858 og lengstum síðan, meðan hann var í Kh.

Sá (með öðrum) um kvæðasafnið Svövu, Kh. 1860, ársritið „Iðunni, Rv. 1884–9. Í sálmabókþar). Heiðursfélagi í „Freies arnefnd 1878, í nefnd til eftirlits þýðingu Gamla testamentis.

Í stjórn bmf. síðast varaforseti deutsches Hochstift fúr Wissenschaften“ o.s.frv. 1878, „New Shakespeare Society“ 1880, í bmf. 1901. R. af dbr., dbrm. Á áttræðisafmæli hans gerði J.C. Poestion bók á þýzku með ævisögu hans og þýðingum 60 kvæða hans. Ritstörf: Þýð. Es. Tegnér: Axel, Kh. 1857 (og endurpr. síðar); Þúsund og ein nótt, Kh. 1858–66 (tvívegis pr. síðan); Ný sumargjöf, Kh. 1859–62 og 1865 (mest frá hendi Steingr.); (með Kr. Arntzen) Nordisk Mythologi, Kh. 1859 (og oft síðar); W. Irving: Pílagrímur ástarinnar, Kh. 1860; M. Fouqué: Úndína, þar með J.K. A. Muscus: Þöglar ástir, Kh. 1861 (endurpr. síðar); Byron: Bandinginn í Chillon og Draumurinn, Kh. 1866; H.W. Stoll: Kennslubók í goðafræði, Kh. 1871; Saga hinna tíu ráðgjafa, Kh. 1876; (með síra Matth. Jochumssyni): Svanhvít, Rv. 1877; Sawitri, Rv. 1878; Shakespeare: Lear konungur, Rv. 1878; Sakuntala, Rv. 1879; D. Defoe: Robinson Krusoe, Rv. 1886 (og síðar): Nal og Damajanti, Rv. 1895; Byron: Nokkur ljóðmæli, Rv. 1903; Dæmisögur eftir Esóp, Rv. 1904; H.C. Andersen: Ævintýri og sögur, Rv. 1904 og 1908; J.L. Tieck: Þrjú ævintýri, Rv. 1905. (Margt þessara rita endurpr.„ einkum af Axel, syni hans). Ljóðaþýðingar, Rv. 1924; Plató: Sókrates, Rv. 1925; Æwvintýrabókin, Rv. 1927; H. C. Andersen: Alpaskyttan, Rv. 1929; Sami: Saga frá „ Sandhólabyggðinni, Rv. 1929; Sagan af Trölla-Elínu, Rv. 1932; Sagan af prinzinum Kalaf, Rv. 1933;. Dönsk lestrarbók, Rv. 1880 (og oft síðar); Þýzk lestrarbók, Rv. 1886. Gilsbakkaljóð, Rv. 1877; Ljóðmæli, Rv. 1881 (Kh. 1893, Rv. 1910 og 1925); Redd-Hannesarríma, Rv. 1925.

Kona 1 (1858): Lydia Wilstrup (d. 5. júní 1882).

Sonur þeirra: Bjarni læknir í Kh.

Kona 2: Guðríður (Birgitta Guðríður) Eiríksdóttir járnsm. í Stöðlakoti í Rv., Eiríkssonar.

Börn þeirra: Þórður (fór til Vesturheims), Steinunn ljósmyndari, Þórunn átti Th. Thostrup „havariekspert“, Haraldur stúdent og skáld, Axel blaðam. og skáld (Andvari XXXIX; Óðinn I, VIN, Xo.m. fl.; J.C. Poestion: Stgr. Th., Mönchen 1912).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.