Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur Stefánsson

(12. júní 1860–4. maí 1913)

Bókavörður.

Foreldrar: Stefán silfursmiður og hreppstjóri í Sviðholti á Álptanesi Stefánsson (prests á Skinnastöðum, Þórarinssonar) og kona hans Vigdís Steingrímsdóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1875, stúdent 1881, með 1. einkunn (97 st.).

Lagði stund á verkfræði í Kh., en lauk ekki prófi, fór til Vesturheims, varð þar fyrst bókavörður í Chicago, en varð 1899 skrásetjari í þingbókasafni Bandaríkja og hélt þeirri stöðu til æviloka. Fjölfróður maður og víðlesinn. Ókv. og barn. (Skýrslur; Öldin, 4. árg.; Nýja öldin ITI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.