Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur Pálsson

(9. júní 1793 – 26. maí 1862)

. Bóndi.

Foreldrar: Síra Páll (d. 6. mars 1838, 74 ára) Bjarnason á Undirfelli og kona hans Guðrún (d. 21. júlí 1834, 71 árs) Bjarnadóttir prests á Mælifelli, Jónssonar. Ólst upp með foreldrum sínum. Hóf ungur búskap á Brúsastöðum í Vatnsdal og bjó þar til æviloka. Vel menntur, orðheppinn og glettinn. Kona 1 (28. okt. 1814); Þorbjörg (d. 18. mars 1837, 70 ára) Pétursdóttir; þau bl., en hún hafði verið tvígift áður. Kona 2 (2. sept. 1838): Una (d. 2. dec. 1897, 86 ára) Jónsdóttir. Börn þeirra: Jón drukknaði fyrir sunnan, Þorbjörg ljósmóðir, þrígift og átti börn (Kirkjubækur; M.B.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.