Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur Matthíasson

(31. mars 1876– 27. júlí 1948)

.

Læknir. Foreldrar: Síra Matthías Jochumsson skáld og 3.

Kona hans Guðrún (d. 6. nóv. 1923, 72 ára) Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar. Fæddur í Reykjavík.

Stúdent í Rv. 1896 með 1. eink. (102 st.). Lauk prófi í læknisfræði við háskólann í Kh. í júní 1902 með 1. eink. (175 st.). Var aðstoðarlæknir á Akureyri 1902–03; skipslæknir í ferð til Austurlanda í okt. 1903–apríl 1904. Var síðan á sjúkrahúsum í Danmörku til hausts 1905 og aftur um stund 1906. Settur til að gegna héraðslæknisstörfum í Rv. 5. okt. 1905 og kenndi þá jafnframt við læknaskólann; var svo ýmist starfandi eða settur læknir í Rv. til vors 1907.

Settur héraðslæknir í Akureyrarhéraði frá 1. júní 1907 og veitt embættið 24. júní 1908.

Veitt Skipaskagahérað 28. sept. 1937, en tók ekki við því; veitt lausn frá embætti 23. okt. 1937.

Gerðist þá starfandi læknir í Danmörku, lengst af í Nexð á Borgundarhólmi. Kom heim vorið 1948 og lézt í Rv. Fór oft utan á embættisárum sínum, til Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða, einnig til Vesturheims. Gegndi ýmsum störfum auk læknisstarfa: formaður sjúkrahúsnefndar á Akureyri 1907–31; í stjórn Rauða kross Íslands 1924–38 og formaður Akureyrardeildar þess félags um hríð; formaður slysavarnarsveitar. Gegndi stundum kennarastörfum við gagnfræðaskólann á Akureyri í forföllum skólameistara; prófdómari þar í mörg ár. R. af fálk. 1926. Ritstörf mikil liggja eftir hann, sjálfstæð rit og ritgerðir í tímaritum, læknisfræðilegs og almenns efnis. Verður að vísa um það til Lækn., en hér skal talið: Áhrif áfengis á líkama mannsins, Ak. 1908; Heilsufræði. Alþýðubók og skólabók, Ak. 1914 og Rv. 1920; Freyjukettir og Freyjufár, Rv. 1917 og 1918; Hjúkrun sjúkra.

Hjúkrunarfræði og lækningabók, Ak. 1923; Frá Japan og Kína (sérprentun úr Gijallarhorni 1903–04), Ak. 1939. Sá um: Matthías Jochumsson. Erfiminning, Ak. 1922; Matthías Jochumsson: Sögukaflar af sjálfum mér, Ak. s. á.; sami: Bréf, Ak. 1935. Þýddi nokkrar ritgerðir. Kona (14. ág. 1906): Kristín (f. 8. sept. 1885) Þórðardóttir læknis Thoroddsen; þau skildu 1936. Börn þeirra: Baldur verkfræðingur í Rv., Bragi dýralæknir á Egilsstöðum, Jón stýrimaður á Fjallfossi, Þorvaldur fiðluleikari, Anna átti Árna píanóleikara Kristjánsson, Herdís Elín átti Sigurð lækni Ólason (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.