Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur Jónsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Faðir: Jón sterki á Hörðubóli, launsonur síra Ólafs Guðmundssonar í Hjarðarholti. Fæddist um 1546, kom á 11. ári til föðurbróður síns, Jóns að Svarfhóli, var þar 12 ár, síðan 3 ár hjá síra Pétri Einarssyni í Hjarðarholti. Fekk Tröllatungu 1575, Kolbeinsstaði og Rauðamel 1587 og er þar enn 1599, en síðan hefir hann fengið Breiðavíkurþing og er þar enn á lífi 13. dec. 1612.

Kona: Sigríður Brynjólfsdóttir í Mávahlíð, Jónssonar.

Börn þeirra: Jón, Brynjólfur, Pétur, Jón (annar), Sigþrúður átti Gísla Ketilsson (sumir telja Ketil Gíslason, Þorkelssonar), Steingrímur, Guðrún óg. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.