Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur Johnsen

(10. dec. 1846–31. jan. 1901)

Söngkennari, kaupmaður.

Foreldrar: Hannes kaupm. í Rv. Steingrímsson (byskups, Jónssonar) og kona hans Sigríður Kristín Símonardóttir kaupm. Hansens.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1859, stúdent 1866, með 1. einkunn (81 st.), tók próf í heimspeki í háskólanum í Kh. 1867, í kirkjufeðralatínu 1869, í hebresku 1870, öll með 1. einkunn, í guðfræði 24. júní 1873, með 2. einkunn lakari. Tók þá um haustið við stundakennslu í trúarbrögðum og dönsku í Reykjavíkurskóla og hafði þar á hendi alla trúarbragðakennslu frá 11. dec. 1879 til vors 1880. Jafnframt var hann söngkennari í Reykjavíkurskóla frá 20. sept. 1877 til æviloka. Eftir lát bróður síns (Símonar), 1884, hélt hann áfram verzlun hans. Ókv. og bl. (HÞ. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.