Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur (Níels S.) Thorláksson

(20. jan. 1857–8. febr. 1943)

. Prestur, Foreldrar: Þorlákur (d. 21. jan. 1916, 91 árs) Jónsson á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði, síðar í Vesturheimi, og kona hans Henríetta Lovísa (f. 27. ág. 1820) Níelsdóttir verzlunarstjóra á Siglufirði, Nielsen. Fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum 1873. Lauk burtfararprófi við latínuskóla í Decorah, Iowa, 1881. Lauk prófi í guðfræði við háskólann í Ósló 1887.

Fór þá þegar aftur vestur um haf og var vígður 21. ág. 1887 af síra Jóni Bjarnasyni til prestsþjónustu hjá íslenzkum söfnuðum í Minnesota; starfaði þar til 1894. Gegndi prestsþjónustu hjá norskum söfnuðum í Norður-Dakota 1894–1900, en síðan hjá íslenzkum söfnuði í Selkirk til 1927, er hann hætti Prestsstörfum. Var lengi í stjórn hins evangelisk-lúterska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi og forseti þess 1920– 23; heiðursforseti frá 1923 til æviloka. Sá um ritstjórn blaða, er kirkjufélagið gaf út og ritaði mikið í þau. R. af fálk. 1939.

Dó í Canton í Suður-Dakota.

Kona (1888): Erika Christofa Rynning, norsk að ætt. Börn þeirra: Steingrímur Octavius prestur í Kaliforníu, Fred læknir í Seattle, Páll læknir í Winnipeg, Hálfdan ræðismaður Íslands í Vancouver, Margaret átti síra Harald Sigmar í Mountain, N.-Dak., Erika átti Harold Eastvold lögfræðing í Canton í S.-Dakota (Sameiningin LVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.