Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steingrímur (Eyfjörð) Einarsson

(19. maí 1894–29. júlí 1941)

. Læknir. Foreldrar: Einar (d. 26. apríl 1922, 70 ára) Jónsson á Hömrum í Eyjafirði, síðar á Bakka í Öxnadal, og kona hans Rósa (d. 20. janúar 1923, 63 ára) Loftsdóttir á Skáldalæk í Svarfaðardal, Hallgrímssonar. Stúdent í Rv. 1917 með einkunn 4,4 (57 st.). Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 14. febr. 1923 með 1. eink. (179 st.). Var svo aðstoðarlæknir á Akureyri frá mars 1923 til jafnlengdar 1924. Var á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum, Kanada, Þýzkalandi og Danmörku frá vori 1924 til ársloka 1925. Gerðist þá starfandi læknir á Akureyri og jafnframt aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið þar. Varð sjúkrahússlæknir á Siglufirði 1. júní 1928 og gegndi því starfi til æviloka.

Ritstörf: Þýddi: Tvenns konar loddarar (í Nýjum Kvöldvökum 1928). Kona (12.nóv.1925): Þorbjörg (f. 13. sept. 1893) hjúkrunarkona Ásmundsdóttir á Brekkulæk í Miðfirði, Jónssonar. Dætur þeirra: Ásdís stúdent, Rósa Margrét stúdent (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.