Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steindór Waage

(1776–22. dec. 1825)

Skipstjóri, stúdent.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Halldórsson í Nesi í Selvogi (af Selvogi hefir hann dregið ættarnafnið) og kona hans Rannveig Filippusdóttir prests í Kálfholti, Gunnarssonar. Er talinn stúdent úr heimaskóla 1779 frá Geir byskupi Vídalín, sókti aldrei um prestskap, stundaði verzlunarstörf hjá stjúpföður sínum, Bjarna kaupmanni Sigurðssyni í Hafnarfirði, og var jafnframt skipstjóri (líklega á fiskiskútu Bjarna), og mun stundum hafa farið í milli landa.

Kona (5. okt. 1814): Anna Katrín, dóttir Kristjáns Veldings í Hafnarfirði. Dætur þeirra: Guðrún (f. 5 árum fyrir hjónaband foreldra sinna) átti Matthías kaupmann Matthiesen í Hafnarfirði, Vigdís átti launbörn með Þorsteini kaupmanni og stúdent Jónssyni Kúld í Reykjavík, Agnes átti Árna verzlm. Matthiesen í Hafnarfirði, Anna Kristjana f. k. Lúðvíks verzlm. Á. Knudsens í Reykjavík. Anna ekkja Steindórs átti síðar Stefán skipstjóra Þorláksson í Hafnarfirði (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.