Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steindór Jónsson

(1740–1. mars 1797)

Prestur.

Foreldrar: Jón bóndi Eiríksson að Búðum og kona hans Sigríður Jónsdóttir í Bár í Eyrarsveit, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1758, stúdent 20.maí 1764, vígðist 5. okt. 1766 aðstoðarprestur síra Jóns Sigurðssonar í Nesþingum og bjó að Fossi, hafði áður (11. jan. 1765) fengið uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni, fekk Staðarhraun 8. mars 1780, en Hvamm í Norðurárdal 16. febr. 1792 og hélt til æviloka. Hann var talinn hraustmenni að burðum, sæmilegur kennimaður, stilltur og vel látinn.

Kona 1 (1764): Hólmfríður (d. 1728) Þorláksdóttir prests í Selárdal, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Guðríður átti Jón Halldórsson að Litla Fjalli, Ingibjörg s. k. Eyjólfs í Skíðsholtum Erlendssonar prests í Nesþingum, Vigfússonar, Rannveig átti Gest Sæmundsson á Kaðalstöðum.

Kona 2: Oddný Brandsdóttir smiðs á Jörfa, Brandssonar; þau bl. Hún átti síðar Bjarna stúdent Jónsson í Norðtungu, en síðast Þórólf Árnason sst., og var bl. með öllum mönnum sínum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.