Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steindór Finnsson

(7. janúar 1743–26. ágúst 1819)

Sýslumaður.

Foreldrar: Finnur byskup Jónsson og kona hans Guðríður Gísladóttir í Mávahlíð, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 15. maí 1759, með ágætum vitnisburði, fór utan 1764, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. dec. s. á., varð baccalaureus 2. ág. 1766, tók lögfræðapróf 7. júní 1771, með 1. einkunn, fekk Árnesþing 12. febr. 1772, fekk þar lausn 31. mars 1813, varð kanzellíráð 8. ág. 1810. Bjó 1774–80 að Stóra Hrauni, síðan að Oddgeirshólum og andaðist þar. Vel að sér, lögvitur, skyldurækinn, auðugur, góðgjarn og fekk ágætt orð. Var mjög heyrnardaufur jafnan. Hann átti deilur nokkurar við Levetzow stiftamtmann og Eyrarbakkakaupmann, enn fremur við Sigurð alþingisskrifara Sigurðsson að Hlíðarenda og Vigfús sýslumann Þórarinsson.

Kona (19. sept. 1776). Kristín (d. 13. apr. 1810, "70 ára) Halldórsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Pálssonar; þau bl. (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. III; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.