Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steindór Finnsson

(16. og 17. öld)

Umboðsmaður að Ingjaldshóli.

Foreldrar: Finnur Steindórsson á Ökrum og kona hans Steinunn Jónsdóttir rebba í Búðardal, Sigurðssonar. Mannaðist vel, varð bartskeri utanlands, enda talinn læknir góður, vel gefinn og lögvís, en þó málstamur. Varð lögsagnari í Snæfellsnessýslu 1614 og aftur 1642. Tók þriðjung Arnarstapaumboðs 1640, allt 1644, vildi losna við það 1645, en varð að halda því til 1647, og varð afgjaldið honum erfitt, svo að mjög gekk á jarðeignir hans.

Er á lífi 1671.

Kona: Guðlaug Þórðardóttir, Einarssonar prests á Staðastað, Marteinssonar.

Börn þeirra: Bjarni var holdsv. og bl., Halldór holdsv. og bl., Böðvar stúdent, Finnur á Hofstöðum, Guðmundur sýslumaður í Húnavatnsþingi, Þórður sýslumaður í Snæfellsnessýslu, Þórunn átti Guðmund Jónsson að Fróðá, Margrét átti Jón Eggertsson frá Snóksdal, Guðrún átti Halldór Guðmundsson í Mávahlíð, Guðrún yngri átti síra Eirík Vigfússon í Hjarðarholti (BB. Sýsl.; sjá aths. við afa hans og alnafna á Ökrum).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.