Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steindór Briem (Jóhannsson)

(27. ág. 1849–16. nóv. 1904)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jóhann Briem í Hruna og kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1863, stúdent 1870, með 3. eink. (37 st.), próf úr prestaskóla 1872, með 2. einkunn lakari (27 st.). Vígðist 27. apr. 1873 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið eftir hann, 25. apr. 1883 og hélt til æviloka. Var skáldmæltur; sálmar eftir hann birtir í Sameiningunni, Kirkjublaði, Viðbæti sálmabókar 1933, Sálmabók 1945 og víðar; greinir í Bjarma, Nýju kirkjublaði, Sameiningu.

Kona (12. júní 1873): Kamilla Sigríður (f. 1849, d. 24. júlí 1933) Pétursdóttir verzlunarmanns Halls í Rv.

Börn þeirra, sem upp komust: Elín átti Árna Árnason að Oddgeirshólum, síra Jóhann á Melstað, Jón Guðmundur (BjM. Guðfr.; Nýtt kirkjublað 1910; Óðinn VI; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.