Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steindór (Sigurbjörn) Gunnarsson

(26. mars 1889–29. mars 1948)

. Prentsmiðjustjóri. Foreldrar: Gunnar Björnsson skósmiður í Rv. og kona hans Þorbjörg Pétursdóttir á Gufuskálum í Leiru, Jónssonar. Nam prentiðn í Rv. og síðan framhaldsnám í Kh. Prentsmiðjustjóri í Félagsprentsmiðjunni 1916–34, en stofnaði þá (með öðrum) „Steindórsprent“ og veitti því fyrirtæki forstöðu til æviloka. Gekkst fyrir ýmsum nýjungum í prentiðn. Átti sæti í stjórn Félags ísl. prentsmiðjueigenda og formaður um skeið; fulltrúi þess félags í iðnráði.

Stofnaði (með öðrum) Offset(flutnings-)prent 1945. Gaf út Viðskiptaskrá (11 árg.) o. fl. bækur, einkum um landnám og sögu Reykjavíkur. Meðeigandi blaðsins Vikunnar. Kona (27. okt. 1917): Jóhanna Petra (f. 22. maí 1896), dóttir Nicolai kaupmanns Bjarnasonar í Rv.

Börn þeirra: Höskuldur, Anna Amalie átti fyrr Hauk verzlm. Friðfinnsson, síðar Hjört verzIunarstj. Fjeldsted, Ingibjörg átti Hálfdan prentsmiðjustjóra Steingrímsson, Stella Þorbjörg átti Kristin vélvirkja Sæmundsson, Launsonur hans (með Soffíu Vedholm): Gunnar sjómaður eystra (Vikan XI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.