Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Steindór (Páll S.) Sigurðsson

(30. nóv. 1901–21. jan. 1949)

.

Rithöfundur, Foreldrar: Sigurður Jónsson vinnumaður í Ási í Hegranesi og Sigfríður Sigurðardóttir lausakona í Kýrholti í Viðvíkursveit. Nam prentiðn að nokkru á Siglufirði og Akureyri; stundaði þá iðn um stund í Rv. og Kh. Fekkst við blaðaútgáfu og ýmis fleiri störf og fór víða (sjá rit hans).

Missti heilsuna; dó á Kristneshæli. Af ritstörfum hans skal hér talið: Skóhljóð, Vestmannaeyjum 1929; Meðal manna og dýra, Ak. 1943; Mansöngvar og minningar, Ak. 1945; Opið bréf og ákall (0.s.frv.), Ak. 1944; Kvæðabókin okkar, Ak. 1946; Menn og kynni, Ak. 1948 (sjá að öðru leyti: Menn og kynni).

Kona (í sept. 1929): Helga (d. í júlí 1931) Sigurðardóttir lyfsala og skálds í Vestmannaeyjum, Sigurðssonar. Sonur þeirra: Sigurður (Menn og kynni o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.