Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Steinsson

(18. júlí 1827– 28. maí 1887)

. Skáld. Foreldrar: Steinn (d. 19. mars 1831) Sveinsson sjómaður í Flatey á Breiðafirði og kona hans Eiðvör (d. 25. ág. 1873, 73 ára) Sveinsdóttir í Hergilsey, Einarssonar. Ólst upp í Bjarneyjum og Flatey. Átti heima í Flatey lengst af, til æviloka.

Dó á ferðalagi á Vatneyri við Patreksfjörð. Stundaði sjómennsku og var góð skytta; vitsmunamaður, hjálpsamur og vildi hvers manns vandræði leysa. Snjall hagyrðingur; varð kunnur fyrir það, er hann botnaði erfiðan vísupart Matthíasar Jochumssonar (sbr. ljóðmæli M.J.). Þáttur um Ara og kveðskap hans er í Breiðfirðingi, 5. árg. (1946); sbr. og 10. árg. sama rits. Kona 1 (5. okt.1854): Jóhanna (d. 26 júlí 1855, 36 ára) Guðmundsdóttir í Stóra-Langadal á Skógarströnd, Jónssonar; þau bl. Kona 2 (15. okt. 1857): Guðrún (d. 14. mars 1899, 72 ára) Jónsdóttir í Kvígindisfirði, Jónssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Jóhann skipstjóri í Flatey (d. 1925), Steinunn í Flatey óg. (Kirkjub.; Breiðfirðingur V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.