Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Þórarinsson

(24. sept. 1754–12. mars 1823)

Amtmaður.

Foreldrar: Þórarinn sýslumaður Jónsson á Grund og kona v 340 hans Sigríður Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar. Var til kennslu í Skálholti 1768–"70, hjá Finni byskupi, fór utan sumarið 1770 og varð stúdent í Kh. 22. júní 1771 úr heimaskóla frá Hannesi Finnssyni, síðar byskupi, með ágætum vitnisburði, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 25. júlí s.á., tók lögfræðapróf 6. febr. 1776, með 1. einkunn, vann síðan í rentukammeri, varð 3. febr. 1779 varalögmaður norðan og vestan, en fekk þá jafnframt styrk til þess að kynnast búnaði í Noregi og Svíaríki, varð lögmaður að fullu 6. ág. 1782, amtmaður í Norðurog Austuramti 12. maí 1783 og hélt til æviloka, fekk þó ekki lausn frá lögmannsdæmi fyrr en 19. ág. 1789, settur stiftamtmaður og amtmaður bæði í Suður-amti (7. maí 1804–22. ág. 1805) og Vesturamti (7.maí 1804–25. nóv. s. á.), frá 29. mars 1810–20. mars 1813 forseti í stjórnarnefnd stiftamtsins. Hann átti sæti í nefnd um skólamál og dómaskipan Íslands (skipuð 12. dec. 1799). Varð konferenzráð 31. mars 1813, r. af dbr, 31. júlí 1815. Bjó á Möðruvöllum í Hörgárdal og andaðist þar, hélt það klaustur að léni. Hann var gáfu- og lærdómsmaður mikill, einn hinn helzti umbótamaður landsins; liggja frá honum ýmsar tillögur í þessu efni í söfnum; Islands almindelige Ansögning (1795), er laut að veræzlunarfari, var hann mjög við riðinn og fekk ávítur fyrir frá stjórninni.

Kona (10. sept. 1785): Ragnheiður (d. 9. ág. 1843) Vigfúsdóttir sýslumanns Schevings á Víðivöllum.

Börn þeirra, sem upp komust, nefndust Thorarensen: Vigfús kanzellísekreteri, Ólafur læknir að Hofi, Þórarinn verzlunarstjóri í Kúvíkum, Oddur lyfsali á Ak. Magnús á Eyrarlandi, Jóhann Pétur gullsmiður í Kh., Lárus sýslumaður að Enni, Anna Sigríður f.k. Páls amtmanns Melsteðs, Guðrún átti síra Gísla Dr. Brynjólfsson að Hólmum, Margrét (Lbs. 49, fol; Útfm., Kh. 1824; Ný félagsrit V; Safn II; Tímar. bmf. III; HÞ. Um ævilok hans sjá Sögusafn Ísafoldar 1891 og Sunnanfara 1900).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.