Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Þórarinsson

(1783–28. febr. 1849)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórarinn skáld Jónsson að Múla og kona hans Guðrún Stefánsdóttir prests að Laufási, Halldórssonar. F. að Auðbrekku. Lærði hjá föður sínum og í Hólaskóla, stúdent 1805 úr heimaskóla frá Páli rektor Hjálmarssyni, var um hríð í þjónustu Frydensbergs landfógeta, fekk Garð 1809, vígðist 9. júlí s. á., fekk Eyjadalsá 7. apr. 1810, í skiptum við síra Björn Halldórsson, fekk Barð í Fljótum 11. mars 1831, undi þar ekki, sagði af sér prestakallinu 22. jan. 1836 og fór í fardögum að Hólum, til mágs síns, síra Benedikts Vigfússonar, fekk Skinnastaði 4. jan. 1837 og var þar til æviloka, fekk að vísu Höskuldsstaði 30. dec. 1843, en fór þangað ekki og fekk Skinnastaði aftur 25. júní 1844, í skiptum við síra Björn Þorláksson, sagði þar af sér prestskap vegna sjóndepru og annars heilsuleysis (brjóstveiki). Þókti allvel gefinn og góður ræðumaður, en rómlítill, viðfelldinn, atorkumaður, drykkfelldur nokkuð; lítill vexti.

Kona (1842): Þrúður (f. 3. febr. 1783, d. 26. apr. 1859) Vigfúsdóttir prests í Garði, Björnssonar.

Börn þeirra: Þórarinn smiður á Skjöldólfsstöðum, Sigurður, Guðrún, Stefán hreppstjóri og silfursmiður í Sviðholti á Álptanesi (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.