Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Þorvaldsson

(1. nóv. 1808–20. okt. 1888)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorvaldur skáld Böðvarsson í Holti undir Eyjafjöllum og 3. kona hans Kristín Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. F. á Reynivöllum í Kjós. Lærði hjá föður sínum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1824, stúdent 1830, með vitnisburði í betra meðallagi. Var síðan hjá síra Gunnlaugi Oddssyni og stundaði kennslu, fekk Knappsstaði 22. apr. 1835, vígðist 24. maí s.á., fekk Mosfell í Mosfellssveit 5. maí 1843, Hítarnes 1. maí 1855, loks Stafholt 7. júlí 1866, fluttist þangað vorið eftir, lét þar af prestskap 15. júní 1886, og var þá blindur orðinn, var prófastur í Mýrasýslu 1866–83, r. af dbr. 8. apr. 1883. Hann var dugnaðarmaður, skörungur og hestamaður mikill, Fekk 24. ág. 1839 150 rd. úr jarðabókarsjóði til þóknunar við kostnað af skemmdum á prestsetri og kirkju á Knappsstöðum, og höfðu þær hlotizt af landskjálfta 12. júní 1838. Glaðlyndur maður og vel látinn.

Kona (22. júní 1835): Ingibjörg (f. 13. dec. 1805, d. 28. mars 1887) Jónsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Péturssonar; þau systrabörn.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Þorvaldur (Gunnlaugur Þorvaldur) í Hvammi í Norðurárdal, Jón smiður í Neðra Nesi, Elísabet átti Björn trésmið Þorláksson í Munaðarnesi, Árni dó bl. 24 ára, Þórunn Sigríður Kristín óg. og bl. (Bessastsk.; Vitæ ord. 1835; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.