Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Stefán Þorsteinsson
(um 1685–1773)
Prestur.
Foreldrar: Þorsteinn smiður Jónsson í Auðsholti í Byskupstungum og kona hans Aldís Magnúsdóttir að Hamri, Jónssonar. Var 1703 til kennslu í Hruna, síðar í Skálholtsskóla, stúdent 1711, var 1712 í Auðsholti, hefir vígzt líkl. 13. ág. 1713 aðstoðarprestur síra Daða Halldórssonar í Steinsholti, fekk það prestakall vorið 1717, við uppgjöf hans, sagði þar af sér 6. apr. 1757 vegna elli og örbirgðar, fluttist þá til sonar síns að Járngerðarstöðum og andaðist þar. Fær bágborinn vitnisburð í skýrslum Harboes.
Kona: Ingibjörg (f, um 1695) Jónsdóttir prests á Ólafsvöllum, Erlingssonar.
Börn þeirra: Jón lögréttumaður á Járngerðarstöðum, fluttist síðan að Landakoti á Vatnsleysuströnd, flosnaði þar upp í harðindunum 1784 og fór á sveit í Grindavík, Þorsteinn í Dalbæ í Ytra Hrepp, Guðrún átti Arnþór Magnússon í Kampholti, Guðmundur óg. og bl., Sigríður óg., Jón (annar) var umrenningur (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Þorsteinn smiður Jónsson í Auðsholti í Byskupstungum og kona hans Aldís Magnúsdóttir að Hamri, Jónssonar. Var 1703 til kennslu í Hruna, síðar í Skálholtsskóla, stúdent 1711, var 1712 í Auðsholti, hefir vígzt líkl. 13. ág. 1713 aðstoðarprestur síra Daða Halldórssonar í Steinsholti, fekk það prestakall vorið 1717, við uppgjöf hans, sagði þar af sér 6. apr. 1757 vegna elli og örbirgðar, fluttist þá til sonar síns að Járngerðarstöðum og andaðist þar. Fær bágborinn vitnisburð í skýrslum Harboes.
Kona: Ingibjörg (f, um 1695) Jónsdóttir prests á Ólafsvöllum, Erlingssonar.
Börn þeirra: Jón lögréttumaður á Járngerðarstöðum, fluttist síðan að Landakoti á Vatnsleysuströnd, flosnaði þar upp í harðindunum 1784 og fór á sveit í Grindavík, Þorsteinn í Dalbæ í Ytra Hrepp, Guðrún átti Arnþór Magnússon í Kampholti, Guðmundur óg. og bl., Sigríður óg., Jón (annar) var umrenningur (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.