Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Stefán Þorsteinsson
(9. okt. 1778–12. febr. 1846)
Prestur.
Foreldrar: Síra Þorsteinn Hallgrímsson að Stærra Árskógi og f. k. hans Jórunn Lárusdóttir klausturhaldara Schevings. F. að Brún í Reykjadal. Tekinn í Hólaskóla 1793, stúdent 10. maí 1798, með ágætum vitnisburði, varð s. á. djákn á Grenjaðarstöðum, fekk Skeggjastaði 28. ág. 1805, vígðist 9. sept. s.á., fekk Völlu 1816 og hélt til æviloka, fekk að vísu Reykholt 27. ág. 1832, en treystist ekki til að flytjast þangað og var því kyrr; var þá tekinn að þjást af steinsótt, og dró hún hann að lyktum til dauða. Var gáfumaður mikill og vel að sér, hagmæltur og hneigður til fræðistarfsemi. Til eru eftir hann í handritum í Lbs.: Dagbækur (aftast með ritdómum um kristileg smárit síra Jóns Jónssonar), ættartölubók, ljóðatíningur og ágrip úr rímum eftir ýmsa, ásamt þýddum smásögum og útdráttum úr náttúrufræði.
Hann átti og bókasafn gott.
Kona (1. okt. 1806): Guðrún (f , 5, maí 1772, d. 2. ág. 1846) Einarsdóttir prests í Sauðanesi, Árnasonar, ekkja síra Skafta Skaftasonar á Skeggjastöðum; þau systrabörn.
Börn þeirra síra Stefáns, sem upp komust: Skafti Timotheus stúdent, Jórunn Anna síðasta kona síra Einars Hjörleifssonar í Vallanesi, Ólöf Anna átti Odd stúdent Guðmundsson í Krossavík (Vitæ ord.; HÞ.. SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Þorsteinn Hallgrímsson að Stærra Árskógi og f. k. hans Jórunn Lárusdóttir klausturhaldara Schevings. F. að Brún í Reykjadal. Tekinn í Hólaskóla 1793, stúdent 10. maí 1798, með ágætum vitnisburði, varð s. á. djákn á Grenjaðarstöðum, fekk Skeggjastaði 28. ág. 1805, vígðist 9. sept. s.á., fekk Völlu 1816 og hélt til æviloka, fekk að vísu Reykholt 27. ág. 1832, en treystist ekki til að flytjast þangað og var því kyrr; var þá tekinn að þjást af steinsótt, og dró hún hann að lyktum til dauða. Var gáfumaður mikill og vel að sér, hagmæltur og hneigður til fræðistarfsemi. Til eru eftir hann í handritum í Lbs.: Dagbækur (aftast með ritdómum um kristileg smárit síra Jóns Jónssonar), ættartölubók, ljóðatíningur og ágrip úr rímum eftir ýmsa, ásamt þýddum smásögum og útdráttum úr náttúrufræði.
Hann átti og bókasafn gott.
Kona (1. okt. 1806): Guðrún (f , 5, maí 1772, d. 2. ág. 1846) Einarsdóttir prests í Sauðanesi, Árnasonar, ekkja síra Skafta Skaftasonar á Skeggjastöðum; þau systrabörn.
Börn þeirra síra Stefáns, sem upp komust: Skafti Timotheus stúdent, Jórunn Anna síðasta kona síra Einars Hjörleifssonar í Vallanesi, Ólöf Anna átti Odd stúdent Guðmundsson í Krossavík (Vitæ ord.; HÞ.. SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.