Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Þorsteinsson

(17. maí 1762–4. júlí 1834)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Stefánsson að Krossi og kona hans Margrét Hjörleifsdóttir prests og skálds á Valþjófsstöðum, Þórðarsonar, Lærði fyrst hjá föður sínum, tekinn í Skálholtsskóla 1780, var utanskóla veturinn 1781–2, fór síðan aftur 2 vetur í skólann, var utanskóla eftir lát föður síns, síðan reyndur af Finni byskupi og varð stúdent 1. febr. 1785 úr heimaskóla frá Páli Jakobssyni, með góðum vitnisburði, var síðan 3 ár hjá móður sinni í Hallgeirsey, bjó því næst 2 ár að Móum á Kjalarnesi, vígðist 2. júní 1791 aðstoðarprestur síra Jóns Jónssonar í Landþingum, fekk það prestakall 18. febr. 1794, bjó að Stóru Völlum, fekk Kross 1. okt. 1811, í skiptum við síra Auðun Jónsson, fluttist þangað 1812, bjó í Stóru Hildisey, var settur prófastur í Rangárþingi um tíma frá 1807, fekk Stóra Núp 7. jan. 1828, fluttist þangað um vorið og hélt til æviloka. Var dugnaðarmaður og búhöldur góður, allgóður kennimaður og skyldurækinn, en nokkuð harðlyndur, og þó glaðlyndur og skemmtinn.

Kona 1 (29. okt. 1788); Guðný (f. 14. maí 1755, d. 21. dec, 1814) Þorláksdóttir lögréttumanns að Móum, Gestssonar. Af börnum þeirra komst einungis upp: Síra Stefán að Felli í Mýrdal.

Kona 2 (1815): Valgerður (d. 26. ágúst 1855) Þórðardóttir, ekkja síra Ólafs aðstoðarprests Árnasonar að Rauðhálsi; þau bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.