Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Þorleifsson

(6. dec. 1720–22. apr. 1797)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorleifur officialis Skaftason að Múla og f. k. hans Ingibjörg Jónsdóttir Hólaráðsmanns, Þorsteinssonar.

Lærði hjá föður sínum, var síðan í Hólaskóla og varð stúdent þaðan, var um hríð skrifari Jóns sýslumanns Benediktssonar í Rauðaskriðu, vígðist 13. janúar 1743 aðstoðarprestur síra Jóns Þorvaldssonar að Presthólum, fekk Presthóla 1749, við uppgjöf hans, sagði af sér 2. dec. 1793 og lét þar af prestskap 1794, var prófastur í NorðurÞingeyjarþingi 1768–80, andaðist að Brekku í Núpasveit.

Var gáfumaður mikill og vel skáldmæltur (sjá Lbs.), skörungur og búmaður, fekk verðlaun fyrir rófnarækt og hleðslu matjurtagarða 1784 frá landbúnaðarfélagi Dana. Missti allt fé sitt í harðindunum 1784. Um hann eru sagnir miklar (sjá þátt eftir Gísla Konráðsson í Lbs. 1293, 4to.).

Kona 1 (kaupmáli 15. febr. 1744): Þórunn (d. 1748) Jónsdóttir prests að Presthólum, Þorvaldssonar.

Dætur þeirra: Gróa átti fyrst launbarn, en giftist síðan Jóni Grímssyni, Jónssonar höfuðsmanns (þau skildu bl.), Ingibjörg, Þorbjörg fyrsta kona síra Stefáns Schevings að Presthólum.

Kona 2 (1794): Guðný Jónsdóttir að Eystra Landi, Magnússonar; þau bl. Hún varð síðar miðkona síra Einars Hjaltasonar á Stað í Kinn (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.