Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Ólafsson

(um 1619–29. ág. 1688)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Síra Ólafur skáld Einarsson í Kirkjubæ og kona hans Kristín Stefánsdóttir prests í Odda, Gíslasonar. Lærði fyrst hjá föður sínum, tekinn í Skálholtsskóla um 1638–9, mun hafa orðið stúdent 1641, var síðan í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar, fór utan 1643, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 7. dec. s. á., vann þar að þýðingum fyrir Ole Worm, var vorið 1646 boðin staða í Frakklandi, hjá Mazarin kardínála (þýðing fornrita), en afþakkaði það að ráði Brynjólfs byskups, varð attestatus og fekk ágæta vitnisburði hjá Ole Worm 10. maí 1648, kom samsumars til landsins aftur, fekk Vallanes 1648, tók við staðnum vorið 1649 og hélt til æviloka, var prófastur í Múlaþingi frá 1671 til æviloka. Prýðilega gefinn maður og vel að sér, annað höfuðskáld Íslendinga á 17. öld; var söngmaður mikill, söngfróður og samdi lög, einnig stjarnfróður; hið mesta karlmenni að burðum; þjáðist allmjög af þunglyndi síðara hluta ævinnar. Kvæði hans hafa verið pr. tvívegis, Kh. 1823, sst. 1885–6 (sjá og Lbs.); latnesk þýðing hans á Völuspá, Kh. 1665; þýðing vikusálma Kingós og 7 iðrunarsálma Davíðs, Skálh. 1686, Hól. 1751, 1772; þýddi og Snorra-Eddu á latínu 1646; margir sálmar í sálmabókum.

Kvæði pr. í Ísl. gátum o. s. frv. III,

Kona (1651). Guðrún Þorvaldsdóttir að Auðbrekku, Ólafssonar,

Börn þeirra: Síra Ólafur í Vallanesi, síra Þorvaldur að Hofi í Vopnafirði, Þóra átti síra Pál Högnason á Valþjófsstöðum, Anna átti síra Ólaf Guðmundsson að Hrafnagili, Rannveig átti fyrr síra Egil Guðmundsson að Stafafelli, varð síðan s.k. Jóns stúdents á Ormarsstöðum Jónssonar, Guðrún átti síra Bjarna Einarsson yngra að Ási í Fellum, Halldóra óg. og bl., Kristín d. óg. og bl. (Kvæði Kh. 1885–6; Saga Ísl. Ver ED) E Stefán Ólafsson (um 1695–17. apr. 1748).

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Guðmundsson að Hrafnagili og kona hans Anna Stefánsdóttir prests og skálds í Vallanesi, Ólafssonar.

Lærði í Hólaskóla(er þar 1715 og 1719), var síðan í þjónustu Fuhrmanns amtmanns, fekk Höskuldsstaði 4. febr. 1722, vígðist 12. apr. s.á. og hélt til æviloka, drukknaði í Laxá. Í skýrslum Harboes er hann talinn ekki lærður og (að sögn) drykkfelldur og fekk því aðvörun.

Kona 1 (29. sept. 1725): Ragnheiður (f., í nóv. 1699, d. 2. febr. 1738) Magnúsdóttir að Espihóli, Björnssonar.

Börn þeirra: Sigríður eldri átti síra Kristján Jóhannsson í Stafholti, Elín átti síra Bjarna Jónsson á Breiðabólstað í Vesturhópi, Anna átti Vigfús sýslumann Scheving á Víðivöllum, Ólafur stiftamtmaður, Sigríður yngri átti fyrr Þórarin sýslumann Jónsson á Grund, síðar Jón sýslumann Jakobsson að Espihóli, Margrét fyrsta kona síra Magnúsar Jónssonar í Saurbæ í Eyjafirði.

Kona 2 (19. okt. 1738): Sigríður (d. 23. ág. 1770) Sigurðardóttir lögsagnara að Geitaskarði, Einarssonar, ekkja Odds sýslumanns Magnússonar á Reynistað.

Börn þeirra síra Stefáns: Sigurður byskup, Oddur nótaríus (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.