Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Ólafsson

(3. apr. 1772–12. dec. 1854)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Ólafur gullsmiður Jónsson í Selkoti undir Eyjafjöllum og kona hans Guðlaug Stefánsdóttir prests að Laufási, Einarssonar. Lærði hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 1. júní 1791, með sæmilegum vitnisburði. Setti bú að Rauðafelli 1797, bjó því næst í Selkoti, í Miðbæli 1 ár (1810–11), í Varmahlíð 3 ár, fluttist þá (1814) aftur að Selkoti og var þar til æviloka. Sókti nokkurum sinnum um prestaköll, síðast 1827, en fekk ekki áheyrn; komst það lengst, að hann var ráðinn aðstoðarprestur síra Ólafs Pálssonar að Eyvindarhólum, en hætti við, er hann skyldi fara til vígslu. Þókti undarlegur í háttum.

Kona 1 (26. júní 1795): Þrúður (d. 3. maí 1803, á 41. ári) Jakobsdóttir gullsmiðs, Jónssonar (þau bræðrabörn). Af börnum þeirra komst upp: Þorbjörg átti Jón yngra Jakobsson frá Klömbur undir Eyjafjöllum.

Kona 2 (24, okt. 1808): Halla (d. 13. okt. 1824, 48 ára) Arnbjarnardóttir að Krókslæk í Fljótshlíð, Eyjólfssonar. Af börnum þeirra tveim komst upp: Lárus í Mörtungu.

Kona 3 (20. júlí 1827): Anna (f. 11. apr. 1804, d. 11. júlí 1879) Jónsdóttir prests í Miðmörk, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingveldur átti Svein Sveinsson, Jónssonar prests í Miðmörk (þau systkinabörn), Tómas að Rauðafelli ytra, Halldór að Rauðafelli eystra, Gísli kaupmaður í Vestm.eyjum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.