Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Árnason

(9. júní 1819–1. febr. 1905)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Árni í Húsey Stefánsson Schevings (frá Presthólum) og kona hans Sigþrúður Þorkelsdóttir. Bjó í Gagnstöð 1847–90 og átti þar heima síðan. Atorkumaður mikill og bjargvættur sveitar sinnar, enda varð hann efnamaður. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (1847): Rannveig (d. 1890) Óladóttir í Gagnstöð, Þorkelssonar.

Af börnum þeira komst upp: Þorkell í Gagnstöð (Óðinn XI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.