Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Árnason

(25. sept.[14. okt., Vita] 1787–1857)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Þorsteinsson í Kirkjubæ í Tungu og kona hans Björg Pétursdóttir sýslumanns í Múlaþingi, Þorsteinssonar, F. að Hofi í Vopnafirði. Lærði fyrst hjá síra Guttormi Pálssyni í Vallanesi (meðan hann var stúdent), Brynjólfi lækni Péturssyni, síra Birni Vigfússyni að Eiðum, en varð stúdent 1. ág. 1806 úr heimaskóla frá Geir byskupi Vídalín, vígðist 4. sept. 1812 aðstoðarprestur síra Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstöðum, fekk prestakallið 22. febr. 1836, eftir hann, og hélt til æviloka. Var um hríð aðstoðarprófastur í NorðurMúlasýslu, en prófastur þar 1841–53. Var ráðdeildarmaður og ötull búmaður, vel metinn, enda reglubundinn í háttum og viðfelldinn, en ekki talinn mikill kennimaður, sérlega gáfaður né lærður,

Kona (1814): Sigríður Vigfúsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Ormssonar.

Börn þeirra: Sigfús að Skriðuklaustri, Björg f. k. síra Vigfúsar Guttormssonar að Ási í Fellum, Þórunn s.k. síra Benedikts Þórarinssonar í Heydölum, átti síðan Þorgrím Jónsson að Gilsá, Vigfús, Árni, Björn í Hamragerði, Páll lærði gullsmíðar í Kh., Ólafur í Geitagerði, Elísabet, Ólafur í Hamborg í Fljótsdal, Bergljót átti Hallgrím söðlasmið Hallgrímsson í Hleinargarði (Vitæ ord.; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.