Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Stefán Árnason
(15. júlí 1807–17. júní 1890)
Prestur.
Foreldrar: Síra Árni Halldórsson að Tjörn í Svarfaðardal og f. k. hans Þórdís Arngrímsdóttir á Leifsstöðum, Eyjólfssonar. F. að Eyjadalsá. Var 3 ára tekinn af föðurbróður sínum, síra Birni Halldórssyni síðast í Garði, fór til föður síns aftur eftir 3 ár, lærði 1 ár hjá Hálfdani síðast presti að Eyri Einarssyni og 5 ár hjá síra Búa Jónssyni, varð stúdent utanskóla úr Bessastaðaskóla 1838, með lélegum vitnisburði. Vígðist 21. júní 1840 aðstoðarprestur föður síns og bjó á Melum, varð 1843 aðstoðarprestur síra Benedikts Vigfússonar að Hólum, bjó fyrst að Miklahóli, síðan í Garðakoti.
Fekk Fell í Sléttahlíð 11. sept. 1847, fluttist þangað 1848, fekk Kvíabekk (í skiptum við síra Davíð Guðmundsson) 1. júní 1860, Háls í Fnjóskadal 10. sept. 1873, fekk þar lausn frá prestskap 28. mars 1883, andaðist í Fagra Skógi. Var búhöldur góður.
Kona 1 (1839): Guðrún Rannveig Randvésdóttir í Villingadal ytra, Þórðarsonar, ekkja Þórarins hreppstjóra Jónssonar í Samkomugerði. Af börnum þeirra komst upp: Stefanía átti Magnús Baldvinsson að Kamphóli.
Kona 2: Guðrún (d. 5. mars 1878) Jónsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum, Jónssonar, ekkja Baldvins bónda Magnússonar í Siglufirði. Af börnum þeirra komst upp: Stefán alþingism. í Fagra Skógi (Lbs. 49, fol.; Vitæ ord. 1840; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Árni Halldórsson að Tjörn í Svarfaðardal og f. k. hans Þórdís Arngrímsdóttir á Leifsstöðum, Eyjólfssonar. F. að Eyjadalsá. Var 3 ára tekinn af föðurbróður sínum, síra Birni Halldórssyni síðast í Garði, fór til föður síns aftur eftir 3 ár, lærði 1 ár hjá Hálfdani síðast presti að Eyri Einarssyni og 5 ár hjá síra Búa Jónssyni, varð stúdent utanskóla úr Bessastaðaskóla 1838, með lélegum vitnisburði. Vígðist 21. júní 1840 aðstoðarprestur föður síns og bjó á Melum, varð 1843 aðstoðarprestur síra Benedikts Vigfússonar að Hólum, bjó fyrst að Miklahóli, síðan í Garðakoti.
Fekk Fell í Sléttahlíð 11. sept. 1847, fluttist þangað 1848, fekk Kvíabekk (í skiptum við síra Davíð Guðmundsson) 1. júní 1860, Háls í Fnjóskadal 10. sept. 1873, fekk þar lausn frá prestskap 28. mars 1883, andaðist í Fagra Skógi. Var búhöldur góður.
Kona 1 (1839): Guðrún Rannveig Randvésdóttir í Villingadal ytra, Þórðarsonar, ekkja Þórarins hreppstjóra Jónssonar í Samkomugerði. Af börnum þeirra komst upp: Stefanía átti Magnús Baldvinsson að Kamphóli.
Kona 2: Guðrún (d. 5. mars 1878) Jónsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum, Jónssonar, ekkja Baldvins bónda Magnússonar í Siglufirði. Af börnum þeirra komst upp: Stefán alþingism. í Fagra Skógi (Lbs. 49, fol.; Vitæ ord. 1840; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.