Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Thordersen

(5. júní 1829–3. apr. 1889)

Prestur.

Foreldrar: Helgi byskup Thordersen og kona hans Ragnheiður Stefánsdóttir amtmanns, Stephensens. F. í Odda og lærði hjá föður sínum. Tekinn í efra bekk Bessastaðaskóla 1843, stúdent 1846 (97 st.), skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s.á., með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1847, með 2. einkunn. Lagði stund á lögfræði allmörg ár, en tók ekki próf. Varð aðstoðarmaður Magnúsar sýslumanns Stephensens í Rangárþingi 1857 og síðan settur þar til 1859, en í Vestmannaeyjum 1860–1. Fekk Kálfholt 19. sept. 1863, vígðist 5. júní 1864, fekk þar lausn frá prestskap 11. okt. 1876, með þriðjungi tekna í eftirlaun, og fluttist að Kálfholtshjáleigu.

Fekk Ofanleiti 24. febr. 1885 og hélt til æviloka. Alþm. Vestm. 1865– 7.

Kona (4. maí 1865): Sigríður (d. 30. mars 1919, 86 ára) Ólafsdóttir dómsmálaritara Stephensens í Viðey, áður miðkona Péturs amtmanns Havsteins (þau skildu).

Börn þeirra síra Stefáns: Helgi trésmiður í Rv., Ragnheiður átti Hannes ráðherra Hafstein, Ólafur söðlasmiður í Hafnarfirði (Vitæ ord. 1864; BB. Sýsl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.