Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Thorarensen (Sigurðsson)

(10. júlí 1831–26. apríl 1892)

Prestur,

Foreldrar: Síra Sigurður G. Thorarensen í Hraungerði og f.k. hans Guðrún Vigfúsdóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Þórarinssonar. F. að Stórólfshvoli. Lærði undir skóla hjá Gísla Jóhannessyni (þá í Hjálmholti, síðar presti á Reynivöllum), síðan hjá Páli sagnfr. Melsteð (þá að Brekku á Álptanesi). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, stúdent 1853, með 2. einkunn (68 st.), próf úr prestaskóla 1855, með 1. einkunn (43 st.). Vígðist 7. okt. 1855 aðstoðarprestur föður síns, fekk Kálfatjörn 8. júlí 1857, fekk þar lausn frá prestskap 7. maí 1886 og átti heima í Rv. til æviloka. Var skáldmæltur, sat í sálmabókarnefndunum, er settar voru 1867 og 1878, lagfærði eða frumorkti 95 sálma í sálmab. 1871, 44 sálma í sálmab. 1886; var og manna söngfróðastur, Eftir hann er æviágrip síra Péturs Jónssonar í Norðanfara V; ræða í útfm. Gunnars Halldórssonar, Rv. 1877. Sá um (með öðrum): Nokkur fjórrödduð sálmalög, Rv. 1891. Þýddi kvæði úr Pétri makalausa eftir C.C. Möller, Rv. 1892.

Kona 1 (26. ág. 1855): Rannveig Júlíana Margrét (f. 27. okt. 1820, d. 22. júní 1856) Sigurðardóttir kaupmanns í Rv. Sivertsens (Bjarnasonar).

Kona 2 (5. sept. 1857): Steinunn Járngerður (Í. 16. jan. 1836, d. 5. febr. 1915), alsystir f.k. hans. Barnl. með báðum (Skýrslur; Vitæ ord. 1855; Kirkjublað 1892; Sunnanfari II; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.